Kópavogstún 10-12

Um er að ræða vandað og vel staðsett fjölbýlishús með lyftu og sér inngangi af svölum, við Kópavogstún í vesturbæ Kópavogs.
Íbúðirnar skilast fullbúnar með gólfefnum ásamt stæði í bílageymslu.
18-25 fm suður og suð-vestur svalir með glerhandriði sem skyggir ekki á útsýni.
Vandaðar eikarinnréttingar með steinborðplötum, eikar hurðum frá Axis, ásamt eikarparketi og vönduðum flísum í forstofu og votrýmum.
Blöndunartæki og handlæðaofn frá Tengi, vönduð eldhústæki frá Siemens.
Álklæddir trégluggar og hurðir. Myndavéladyrasímar.

Veldu íbúð til að skoða
Kópavogstún 10-12
5.Hæð        
4.Hæð
3.Hæð
2.Hæð
1.Hæð
0.Hæð      

Söluaðilar

Skilalýsing: Kópavogstún 10-12

Byggingaraðili: MótX ehf., kt. 660505-2100, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur
Aðalverktaki: MótX ehf., kt. 660505-2100, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur
Arkitekt: Kristinn Ragnarsson
Burðarþolshönnun: Jón Kristjánsson
Lagnahönnun: Jón Kristjánsson
Raflagnahönnun: Helgi í Lúmex
Lóðahönnun: Hermann Georgsson

Fjölbýlishúsið að Kópavogstúni 10-12 er fimm hæða með 29 íbúðum, einum stigagangi auk lyftu og lokuðu bílskýli.
Á jarðhæð eru þrjár íbúðir ásamt einkageymslu fyrir hverja íbúð og sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Á 1., 2., 3. og 4. hæð eru sex íbúðir.
Á 5. hæð eru tvær Penthouse-íbúðir.


Frágangur íbúða:

Húsið er staðsteypt. Útveggir eru einangraðir að innan og pússaðir. Léttir milliveggir eru klæddir með tvöföldu lagi af gifsplötum á grind. Veggir og loft eru spörtluð, grunnuð og máluð með tveimur umferðum af plastmálningu með gljástigi 10.
Íbúðir eru afhentar parketlagðar nema á baðherbergi, forstofu og í þvottahúsi eru flísar.
Innihurðir eru spónlagðar eikarhurðir frá AXIS. Baðherbergi auk fataskápa í herbergjum og forstofu eru úr spónlagðri eik með hvítu innvolsi frá AXIS. Sjá nánari lýsingu frá Axis.
Steinplötur eru í eldhúsi og á baðherbergi en borðplötur í þvottahúsi og sólbekkir eru plastlögð í ljósum lit.

Eldhús:

Eldhúsinnrétting er spónlögð eik með hvítu innvolsi frá AXIS og steinborðplötu ásamt vaski og blöndunartækjum frá Tengi.  Helluborð, blástursofn og gufugleypir eru úr stáli af gerðinni Siemens frá Smith & Norland.Sjá www.sminor.is.

Baðherbergi:

Baðinnrétting er spónlögð eik með hvítu innvolsi, steinplötu og er spegill fyrir ofan ásamt lýsingu. Hreinlætistæki og handklæðaofn eru frá Tengi. Salernið er upphengt og innbyggt. Hitastýrð blöndunartæki eru við baðkar og/eða sturtu, eftir því sem við á. Gólf eru flísalögð og hluti veggja í u.þ.b. 2 metra hæð.

Þvottahús:

Gólf er flísalagt í þvottahúsi. Borðplata með stálvaski og blöndunartæki frá Tengi.

Ofnakerfi og gólfhiti:

Sameiginlegt ofnakerfi er í öllu húsinu og er því skilað fullbúnu samkvæmt teikningu. Gólfhiti er í Penthouse-íbúðum.

Rafmagn:

Rafmagns- og loftnetskerfi er fullfrágengið samkvæmt teikningu. Litur tengla og rofa er hvítur og eru þeir af viðurkenndri gerð. Hverri íbúð fylgir myndavéladyrasími. Reykskynjari og slökkvitæki er í hverri íbúð.

Einkageymslur:

Steypt loft, veggir og gólf eru slípuð og máluð. Léttir veggir eru málaðir. Hillur fylgja ekki.


Frágangur sameignar:

Anddyri/stigahús er lokað og er það flísalagt að hluta með uppsettum póstkössum. Stigar og stigapallar eru teppalagðir og með handriðum. Allar útidyrahurðir frágengnar.
Sameign er upphituð með ofnakerfi. Raflagnir í sameign eru fullbúnar með ljósakúplum, sbr. teikningar. Ljós eru frágengin á svalagöngum og utanhúss.
Loftræstilagnir eru lagðar skv. teikningu.
Lyfta er skv. teikningum og reglugerð.


Frágangur utanhúss:

Útveggir eru staðsteyptir og eru filtmúraðir og málaðir.
Þak er einangrað og klætt með þakdúk. Svalagangar eru opnir með glerhandriði skv. teikningum arkitekts. Veggir á svalagöngum eru með sömu áferð og útveggir hússins. Svalagólf eru slípuð og frágengin. Svalir íbúða skilast með glerhandriði. Íbúðir á jarðhæð skilast með timburveröndum.
Gluggar og útihurðir eru úr álklæddu timbri frá BYKO og eru skv. teikningum arkitekts. Allt gler í húsinu er tvöfalt K-gler og opnanleg fög eru topphengd.
Lóðin er tilbúin samkvæmt leiðbeinandi teikningum landslagsarkitekts.
Bílageymslan er lokuð með stæði fyrir 28 bíla. Bílageymslan er með læstu aðgengi, sjálfvirkum opnunarbúnaði og fylgir fjarstýring með. Penthouse-íbúðum fylgja tvö stæði í bílageymslu. Eitt stæði fylgir hverri íbúð í bílageymslu nema með íbúðum 202, 102, 105 en bílastæði þeirra eru ofan á bílgeymslu. Ofan á bílageymslunni eru því bílastæði fyrir 30 bíla.

ALLAR BREYTINGAR Á ÍBÚÐINNI SJÁLFRI OG EINSTAKA HLUTUM Í HENNI, AÐ ÓSK KAUPANDA, ER Á HANS KOSTNAÐ OG GETUR HAFT ÁHRIF Á AFHENDINGARTÍMA TIL SEINKUNAR.

Byggingaraðili: MótX ehf. (www.motx.is)
Aðalverktaki: MótX ehf.
Jarðvinna: Loftorka
Raflagnir: Elektrus ehf.
Pípulagnir: Heild ehf.
Múrarameistari: Þórður Dagsson
Málarameistari: Litalínan ehf.


Vefvinnsla og hönnun: ONNO ehf.